Kópavogskirkja er eitt af kennileitum Höfuðborgarsvæðissins.
Kópavogskirkja var reist á árunum 1958-1962 eftir teikningum frá embætti húsameistra ríkisins sem Hörður Bjarnason veitti forstöðu á þeim tíma. Ragnar Emilsson arkitekt hjá embættinu vann ásamt húsameistara mikið að teikningu kirkjunnar. Grunnur hennar var helgaður þann 16. ágúst árið 1958 og hornsteinn lagður af biskupi Íslands þann 20. nóvember árið eftir.
Lýsingarhönnun gékk út á að undirstrika form kirkjunnar. Form kirkjunnar eru mismunandi og var því lýsingrhönnun mjög krefjandi. Lýsing gengur út á samspil ljós og skugga og skuggar eru mikið notaðir til að tryggja að form kirkjunnar sjásit einnig vel út fjarlægð.
Kirkjan er upplýst með RGBW ljóstvistum og eru alls notaðir 70 ljósgjafar til að ná öllum formum kirkjunnar á sem bestan hátt. Framleiðandi ljósgjafa sérsmíðaði hluta ljósa.
Samblöndun lita í ljósgjafa uppfylla alla liti kirkjunnar en þeir eru:
Litir kirkjunnar eru kallaðir litir kirkjuársins. Þeir eru þessir: Hvítur, rauður, fjólublár, grænn og svartur. Hvíti liturinn er notaður á stórhátíðum kirkjunnar, eða Krists-hátíðum, sem eru jól og páskar.
Litur hvítasunnunnar er rauður. Það er litur heilags anda. Fjólublár er litur föstu og iðrunar. Grænn er tími sumarsins og sunnudaganna eftir hvítasunnu. Svartur litur er einungis notaður á föstudaginn langa og svo við útfarir.







